Leikur kattarins ađ músinni

understanding-opm-as-an-alternate-finance-modeldcube-consultingbizmastermindsjuly012016-24-638Ekki veit ég hvort mađur eigi ađ hlćgja eđa gráta. Um áratug eftir bankahruniđ eru stjórnvöld ennţá međ í undirbúningi frumvarp til ađ koma í veg fyrir ađ almenningur ţurfi ađ súpa seyđiđ af öđru bankahruni, segir forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Og tökum eftir orđalaginu ,,í undirbúningi". Ţađ er sem sagt ekki ennţá fariđ ađ semja frumvarpiđ. Ţađ er á ,,draumstiginu" eins og sagt er. 

Á sama tíma ná kröfuhafar, sem hafa greinilega makađ krókinn á ţessum áratug, ađ komast međ 81 milljarđ úr landi viđ söluna á Arion banka. Einhvern vegin tókst ţeim ađ selja sjálfum sér bankann til ađ losa ţessa fjármuni. Stjórnvöld vissu af ţessum möguleika, en ,,töldu hverfandi líkur á ţví" ađ slíkt myndi takast. En ţađ tókst, og forsćtisráđherra og fjármálaráđherra fögnuđu afrekinu. 

Svo segir forstjóri Fjármálaeftirlitsins ađ almenningur fái ekki ađ vita hverjir eigi stćrsta og mikilvćgasta banka Íslands. Sennilega veit Fjármálaeftirlitiđ ţađ ekki heldur. Ţar nýti ,,nýir" eigendur sér glufu í lögunum. Viđ fáum sem sagt ekki ađ vita hverjir eru nýir eigendur Arion banka, frekar en viđ vissum hverjir voru fyrri eigendur bankans, sem eins og komiđ hefur fram eru sennilega sömu ađilar ţegar upp er stađiđ. Ţađ verđur ekki annađ sagt en ađ ţarna séu miklir snillingar á ferđ sem leiki sér ţannig ađ íslenskum stjórnvöldum, gömlum sem nýjum, trekk í trekk.

 


mbl.is Óvíst hvort upplýst verđi um eigendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband