Viðreisn er hreinræktaður Evrópusinnaður hægriflokkur

Það var rétt mat hjá Agli Helgasyni, fjölmiðlamanni, að þátturinn með forystumönnum stærstu stjórnmálaflokkanna hafi komið ágætlega út fyrir alla, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi staðið upp úr, enda staðsettur á miðjunni og stærstur, hvernig sem á það er litið. 

Þessi uppsetning að stilla öllum upp standandi við púlt er ekki að koma vel út. Sú uppsetning að hafa tvo spyrla sem áttu að hafa stjórn á umræðunni gekk ekki upp að mínu mati. Þættirnir urðu flatir, fyrirsjáanlegir og leiðinlegir. Umræðan, samtalið milli forystumannanna, náði sér aldrei á flug.

Ríkisútvarpið hefur greinilega ákveðið að spyrlarnir séu í bílstjórasæti umræðunnar. Afleiðingin var að forystumenn stjórnmálaflokkanna náðu aldrei ,,að koma sér í gírinn" því þeir náðu ekki og fengu ekki að ræða þau áherslumál sem þeim voru hugleikinn. Og þegar umræðan var að komast á flug, þá drápu spyrlarnir umræðuna hratt og örugglega. Það var engu líkara en spyrlarnir hafi litið á forystumenn flokkanna sem óþæg leikskólabörn sem þyrfti að hafa stjórn á.

Já, ef Ríkisútvarpið ætlaði að bjóða upp á leiðinlegt sjónvarpsefni, og draga úr áhuga landsmanna á stjórnmálum, þá tókst þeim það ætlunarverk sitt með glæsibrag. Ríkisútvarpið þarf að gera betur næst, því heiðarleg og lýðræðisleg umræða og vönduð rökræða fyrir alþingiskosningar, eru forsenda þess að kjósendur geti kynnt sér stefnumál stjórnmálaflokka sem bjóða fram áður en gengið er til kosninga. Þættirnir á Stöð2 komu hins vegar betur út og voru betra sjónvarpsefni, þó að stundum hafi umræðan ,,ofrisið" þegar hún komst á flug og stjórnmálamönnum hitnaði í hamsi. 

thorsteinn-palssonNú er það svo að margir sem kusu Viðreisn gerðu sér ekki grein að mínu mati að þeir voru að kjósa hreinræktaðan Evrópusinnaðan hægri flokk, eins og dr. Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði hefur bent á. Viðreisn mun, ef hún kemst í ríkisstjórn, hrinda í framkvæmd stefnu um kaldrifjaða einkavæðingu ríkiseigna, en eitt þúsund milljarðar af ríkiseignum eru í pottinum. Þar verður ekkert heilagt, hvorki Landsvirkjun né heilbrigðiskerfið. Þá mun Viðreisn leggja allt í sölurnar að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Allt annað í stefnu Viðreisnar eru leiktjöld.  


mbl.is „Fjallið tók jóðsótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Alveg nauðsynlegur pistill, Baldur. Vildi að hann hefði komið fram kannski í september um Viðreisn svokallaða. Það eina gagn sem þessi flokkur gerði var að losa Sjálfstæðisflokkinn við þau. 

Elle_, 29.10.2016 kl. 18:12

2 Smámynd: Elle_

Jón Baldur, fyrirgefðu Jón, ég bara ruglaðist þarna.

Elle_, 29.10.2016 kl. 18:13

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

fyrir suma (eins og t.d. mig) er það bara gott 

Rafn Guðmundsson, 29.10.2016 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband