Píratar ná frumkvæðinu og nýfrjálshyggjukratar í Viðreisn í vanda

Það er varla annað hægt en að taka ofan fyrir Pírötum þessa dagana. Þeir hafa tekið frumkvæðið í kosningabaráttunni með afgerandi hætti. Með því að bjóða öðrum stjórnarandstöðuflokkum til nokkurs konar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar þar sem þjóðin fái nasasjón af því hvort þessir flokkar geti náð saman og þá um hvaða málefni hlýtur að vera fagnaðarefni. Við viljum t.d. ekki horfa upp á U beygjur að hætti Vinstri grænna í Evrópumálum eða stóriðjumálum. Lára Hanna Einarsdóttir, bloggari m.m., tók t.d. eftirfarandi saman:

Allir þekkja hvernig sami maður tók U beygju í Evrópumálum eftir kosningarnar 2009 þegar hin hreina vinstri stjórn var mynduð, ríkisstjórnin sem vinstri menn vilja helst hafa gleymda og grafna.

Þess vegna gera kjósendur kröfu um það að fá að sjá á spilin fyrir kosningar, og því kalli eru Píratar að svara og þeir stjórnmálaflokkar sem taka þátt í viðræðunum, þ.e. Vinstri græn, Samfylking og Björt framtíð.

659665Það vekur jafnframt jafnmikla athygli að flokkurinn sem vill gera breytingar í samfélaginu og umbylta öllum ,,kerfum", Viðreisn, treysti sér ekki til að mæta. Þeir vilja ekki sýna á spilin fyrir kosningar. Hvernig skyldi standa á því?

Getur þar skipt máli að hér er á ferð stjórnmálaflokkur sem er stofnaður á sínum tíma utan um eitt málefni, inngöngu í Evrópusambandið, en vill ekki kannast við það núna fyrir kosningar? Munu þeir kannast við þetta helsta baráttumál sitt eftir kosningarnar 29. október 2016? Það þarf ekki að efast um það.

Getur skipt þar máli róttækar einkavæðingarhugmyndir formannsins, Benedikts Jóhannessonar, sem var kallaður nýfrjálshyggjukrati á heimasíðu Ögmundar hér um árið? Um þetta skrifaði ég pistil 19. apríl 2009 hér á síðuna. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins 1. mars 1996 segir t.d.:

Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, sagði að ríkið þyrfti að einkavæða talsvert meira en ríkisbankana. Þrátt fyrir umræðu um einkavæðingabylgju á undanförnum árum væri þar einungis um að ræða smærri ríkisfyrirtæki. Einkavæðing undanfarinna ára næmi um 5 milljörðum króna en ætla mætti að eignir ríkisins næmu um 3-500 milljörðum króna. Því mætti einkavæða fyrir 5 milljarða á hverju ári í allt að 100 ár. Benedikt sagði vandamálið ekki snúast um hvort "hákarlar" landsins gleyptu upp ríkiseignir. Frekar mætti færa rök fyrir því að þessa aðila vantaði hér á landi.

Og í grein á Heimur.is, vefsíðu formanns Viðreisnar, kemur fram skoðun hans að rétt sé að einkavæða Landsvirkjun:

Það er sérstætt að margir þingmenn sem aðhyllast yfirleitt einkaframtakið vilja ekki ræða það þegar kemur að orkuvinnslu. Það væri mikilvægara fyrir þjóðarbúið að einkavæða Landsvirkjun en Landsímann, en það mun taka nokkurn tíma að gera fyrirtækið að raunverulegu einkafyrirtæki og góð byrjun væri að gera það að hlutafélagi. Búnaðarbankinn … Það er ánægjulegt að einkavæðingu bankanna sé nú lokið hér á landi.

Það er rétt að halda þessu til haga fyrir kosningarnar 29. október nk. þannig að kjósendur séu sem best upplýstir.


mbl.is Flokkarnir funda aftur á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband