Mun andi Marđar Valgarđssonar svífa áfram yfir vötnum í ríkisstjórninni?

Ţađ eru nýjar fréttir sem koma fram hjá Ţór Saari, stjórnarţingmanni, ađ eiginmađur fyrrverandi leiđtoga Samfylkingarinnar hafi ţegiđ 100 milljónir í ţýđingarsjóđ sem tengist honum. Ţá talar hann um ađ flokkselíta Samfylkingarinnar ţrýsti mjög á um ađ kínverska kommúnistastjórnin fái afnot af Grímsstöđum á Fjöllum, sem umbođsmađur hennar hér á landi ćtlar ađ tryggja í sessi međ stórskipahöfn í kjördćmi allsherjarmálaráđherra ríkisstjórnarinnar. Ekki veit ég hvort ţessi styrkur hafi haft áhrif í ţá átt ađ keyra máliđ í gegn á ógnarhrađa, eins og stjórnarţingmađurinn gefur í skyn, en hitt veit ég ađ Ţór Saari og ţingmenn Hreyfingarinnar halda lífi í ţessari ríkisstjórn sem gengur fram međ ţessum óábyrga hćtti. Ţađ sem nú er ađ gerast eru engin ný tíđindi fyrir landsmenn og ćttu ađ vera öllum alţingismönnum kunn fyrir margt löngu. Ég leyfi mér ađ minna á bloggpistla Hönnu Láru Einarsdóttur og fleiri um máliđ og 3. desember á síđasta ári skrifađi ég pistil undir heitinu: Samfylkingin hefur ekkert lćrt:

Ţetta eru ótrúleg vinnubrögđ ráđherra í ríkisstjórn Íslands. Ráđherrar í ríkisstjórn hafa átt í viđrćđum viđ Huang Nubo, kínverskan fjárfesti, í langan tíma eins og komiđ hefur fram. Össur Skarphéđinsson hefur átt fundi međ Nubo, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir sömuleiđis, og sú síđarnefnda hefur átt í stöđugum bréfasamskiptum og heldur ţví áfram, og loks má nefna ađ Nubo hitti Steingrím J. Sigfússon í útlöndum til ađ rćđa um mögulegar fjárfestingar Kínverja á Íslandi. Ţá hefur Ólafur Ragnar Grímsson forseti veriđ međ annan fótinn í Kína eins og alţjóđ veit. Sendiherra Íslands í Kína segir Nubo vera ,,einstakann" og finnst ţađ freklegt ađ íslensk stjórnvöld, sem hún vinnur fyrir, hafi neitađ ţessum einstaka manni um ađ kaupa landsvćđi á Íslandi á stćrđ viđ ESB ríkiđ Möltu.

Allir ţessir ráđherrar og embćttismenn okkar töldu rétt ađ láta á ţađ reyna ađ kínverskt hlutafélag, međ sterk tengsl viđ kínversku kommúnistastjórnina, eignađist Grímsstađi á Fjöllum - ţrátt fyrir ađ íslensk lög banni slík landakaup. Ţađ var stađfest af innanríkisráđuneytinu svart á hvítu.

Katrín Júlíusdóttir, iđnađarráđherra, ćtlar ađ ađstođa kínverska hlutafélagiđ viđ fjárfestingar á Íslandi. Fyrst átti ađ finna leiđir til ađ fara á svig viđ lögin ađ útrásarvíkingasiđ međ forsetann í fararbroddi. Ţegar ráđherra fór ađ landslögum ţá hótuđu Samfylkingaráđherrarnir stjórnarslitum, en ţeir telja ţađ greinilega eitt helsta hlutverk sitt ađ liđka fyrir viđskiptum erlends kaupahéđins á Íslandi í anda fyrirhrunsára. Katrín hefur enda reynslu frá ţví ađ hún tók ađ sér svipađ hlutverk í Magma málinu í ţeim tilgangi ađ erlendur kaupahéđinn kćmist yfir arđinn af nýtingu orkuauđlinda á Íslandi. Sú hringrás tókst fullkomlega beint fyrir framan nefiđ á Vinstri grćnum enda lék formađur ţess flokks í vitleysu liđi ţá sem endranćr.

Já, ţađ verđur ađ segjast ađ Samfylkingin hefur EKKERT lćrt af hruninu, enda hefur hún ekki ţurft ađ gera ţađ upp eins ađrir flokkar. Samfylkingin telur ennţá ađ hún hafi gert allt rétt fyrir hrun og eftir hrun.

Vonandi taka ţeir ráđherrar og stjórnarţingmenn, sem meina ţađ sem ţeir segja, á ţessu ógćfumáli af ákveđni og hörku áđur en ţađ verđur of seint eins og í Magma málinu, í stađ ţess ađ beita lagaflćkjum og innihaldslausum orđaflaumi sem kenna má viđ Mörđ Valgarđsson úr Njálu. Nú er ađ duga eđa drepast.


mbl.is Spyrja hvort allt sé međ felldu í Grímsstađamálinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mörđr hét mađr..... (byrjun Njálu)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 02:23

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Íslendingar verđa Landlausir ef Katrín fćr ađ ráđa öllu- og allar okkar hitaveitur og hafnir lokađar Íslendingum.

 eđa halda íslendingar ađ ţeir fái ađgang ađ höfn kínverja á Langanesi ?  NEI.

Erla Magna Alexandersdóttir, 31.7.2012 kl. 18:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband