Hrægammarnir svífa yfir landinu

 

Kínverska hlutafélagið fær ekki undanþágu frá lögum um fjárfestingar útlendinga á Íslandi og þá hriktir í stjórnarsamstarfinu. Kínverskir fjárfestir ætluðu að láta reyna á glufur í íslenskum lögum eða að láta stjórnmála- og embættismenn brjóta landslög. Það tókst ekki og þá eru kínversku kaupahéðnarnir hættir við. Þeir munu sækja á önnur mið þar sem stjórnvöld eru veikari fyrir en á Íslandi. En þetta tókst næstum því vegna veiklyndara íslenskra stjórnmálamanna sem telja það ennþá hlutverk sitt að greiða götu erlendra kaupahéðna. Það er ekkert nýtt en í hreinskilni sagt þá taldi ég að menn hefðu eitthvað lært af hruninu. Svo reyndist ekki vera, því miður. Það þýðir að almenningur á Íslandi þarf að vera á varðbergi aldrei sem fyrr.

Það var varið við því að í kjölfar hrunsins og aðkomu AGS þá kæmu erlendir hrægammar með fullar hendur fjár og vildu kaupa upp íslenska dali og auðlindir. Það hefur gerst alls staðar annars staðar og hví ekki hér? Svo var komið í einu Suður-Ameríku ríkinu að almenningi var bannað að safna regnvatni, vegna þess að erlendur auðhringur hafði keypt einkarétt af öllu vatni í ríkinu. Aðgangur að vatni var einkavæddur.

Hér er þessi þróun bara rétt að byrja. Ögmundur Jónasson kann að hafa stöðvað þetta að þessu sinni en hrægammarnir eru komnir með "blod på tannen".


mbl.is Huang Nubo er hættur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jón, ég er þér hjartanlega sammála og tek undir hvert einasta orð sem þú skrifar í þessum pisli. Þarna tók Ögmundur rétta ákvörðun og hafi hann þökk fyrir það.

Takk fyrir þetta Jón

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.11.2011 kl. 21:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu öllu saman.  Nú þarf íslenskur almenningur að vera aldeilis á varðbergi.  Helst þarf að koma spillingaröflunum sem veikust eru fyrir þ.e. Samfylkingunni frá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 23:17

3 identicon

Hrunið var heimatilbúið, kom ekki erlendis frá. Hvað var það sem við áttum að læra af hruninu? Að treysta engum nema íslendingum?

Hefur þú lært eitthvað af hruninu? Hvað var það væni?

Eign á landi er ekkert annað en eign á landi, það vita allir sem eiga land eða hlut í landi. Þú þarft ekki annað en að eiga íbúð í Breiðholti til að vita að þú hefur ekki leyfi til að byggja spilavíti eða hóruhús á landskikanum sem fylgir íbúðinni.

Í áratugi hefur þetta land verið í einkaeigu og ekkert verið með það gert og enginn haft neitt um það að segja, en þegar eitthvað á að gera, eitthvað sem gæti jafnvel skapað einhverjum tekjur, þá gera dramadrottningarnar í buxurnar í stjórnlausu móðursýkiskasti.

Brjánn 27.11.2011 kl. 01:54

4 Smámynd: Björn Emilsson

Fullkomlega er tími til kominn að konur og menn átti sig á QUISLINGNUM Steingrími. Hann hefur örlög ISLANDS í höndum sér. Hann sér loksins sinn tíma renna upp ´Sovét Island´ og nú gegnum Evrópubandalagið, sem er stjórnað af uppgjafa kommunistum Austur Evrópu. Hann hefur þegar selt ömmu sína, aðeins til að verma sér af hlýju fótleggja Jóhönnu á borðbrúninni. Fyrrum forystumenn VG, svo og ungir upprennandi og loks flúnir, hafa í engu við sinn FORMANN, sem heldur sínu striki sama hvað á gengur. Lýðurinn hrópar húrra,húrra fyrir Nashyrningnum sem er að gera Island að gjaldþrota nauðarbúi dýrkenda hinnar nýju Sovét Evrópu.

Björn Emilsson, 27.11.2011 kl. 02:02

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vona að þessi hlekkur skili sér. Benedikt Sigurðsson segir sig úr Samfylkingunni. Sannleiksþrungi í þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 04:33

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er Mario búinn að skipa Ítölum að einkavæða allt og þar á meðal vatnsforðann. Síðast þegar slík einkavæðing var gerð var Mussolini við völd og corporativisminn í algleymingi.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 04:34

7 identicon

Já það er rétt sem Jón Steinar, segir hér að ofan að hinn nýji landsstjóri ESB á Ítalíu Mario Monti, hefur nú að kröfu ESB náhirðarinnar í Brussel ákveðið að selja og einkavæða allt Ítalskt vatn.

Þetta gerir hann þrátt fyrir að meirihluti Ítala sé þessu algerlega andvígur.

En það kom skýrt fram í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram um þetta mál á Ítalíu fyrr árinu.

En Brussel valdið og sérlegur fulltrúi þess á Ítalíu varðar ekkert um lýðræði, enda hafa þeir nú aflagt það á Ítalíu og hann tekur nú aðeins við skipunum frá Ná-hirð ESB- Ráðstjórnarinnar í Brussel.

Gunnlaugur Ingvarsson 27.11.2011 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband