Mun Kínverji sprengja stjórnina?

 

Ţađ er ótrúlegt ađ fylgjast međ viđbrögđum samfylkingarkórsins viđ ákvörđun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráđherra. Ráđherra framfylgir lögum landsins eins og honum ber og ţá springur allt í loft upp út af einum Kínverja. Viđbrögđin benda til ţess ađ sumir séu ţegar komnir í áramótafíling og vilji fá forskot á sćluna. 

Sigmundur Ernir varđ brjálađur á einu augabragđi, Jóhanna er fúl á móti og Árni Páll er eitt stórt spurningarmerki. Ţetta hlýtur ađ kalla á ţrettándagleđi hjá stjórnarandstöđunni. 

Af öllum ţeim erfiđu málum sem hafa komiđ upp í stjórnarsamstarfi Samfylkingar og Vinstri grćnna ţá skal ţađ vera Kínverjinn sem setur allt í bál og brand. Ţađ vekur upp spurningar um hvađa áhrif einn lítill Kínverji hefur í Samfylkingunni. Auđvitađ vita allir sem vilja vita ađ ţađ er ekki einn lítill Kínverji ađ baki ţessari fjárfestingu, heldur eitt stór Kína. Ţar liggur hundurinn grafinn. 

Viđ ćttum líka ađ reyna ađ fara ađ lćra af sögunni. Viđ erum illa brennd eftir hruniđ af samkrullu stjórnmálamanna og valdasjúkra viđskiptajöfra. Ţađ getur veriđ eitruđ blanda ef ţessu er blandađ saman í röngum hlutföllum. Ofsafenginn viđbrögđ ráđherra og ţingmenna Samfylkingar minna óţćgilega á ţessa tíma. Ţau hafa ekkert lćrt. Ţau ćttu ađ kynna sér samskonar kínverskt fjárfestingarćvintýri í Svíţjóđ.  

Á öllum tímum skiptir máli ađ ţjóđin eigi ráđherra međ bein í nefinu. Ráđherra sem verđa ekki keyptir međ fagurgala og fögrum loforđum. Ráđherra sem láta ekki undan ţrýstingi kaupahéđna og fylgifiska ţeirra. Ráđherra sem setja Íslendinga og framtíđ Íslands í fyrsta sćti. Ráđherra sem eru fastir fyrir og og sjá lengra en nćrsýnir og tćkifćrasinnađir stjórnmálamenn, sem blakta eins og lauf í vindi. Ráđherra sem bera virđingu fyrir lögum og reglu. Ráđherra sem eru hugrakkir og heiđarlegir. Ögmundur Jónasson er ţannig ráđherra.  


mbl.is Brjáluđ ákvörđun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Tek undir hvert orđ hjá ţér Jón Baldur. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.11.2011 kl. 11:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband