Orsakavaldur

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hefur breytt pólitísku landslagi á Íslandi. Ţá ţegar hann beitir sér af alefli verđur pólitískur jarđskálfti. Ekki bara á Íslandi heldur um gjörvalla heimsbyggđ. Fyrst gerđi hann ţađ í fjölmiđlamálinu áriđ 2004 og síđan í Icesave, ekki einu sinni, heldur tvisvar, og ţá skalf fjármálaheimurinn. Ţá má međ sanni segja ađ framganga hans í útrásinni hafi einnig breytt landslagi íslenskra stjórnmála, og jafnvel víđar.

Í fjölmiđlamálinu urđu afskipti hans af harđri pólitískri deilu til ţess ađ stjórnmálamenn misstu fótana og viđskiptajöfrum óx ásmegin. Ţađ má fćra rök fyrir ţví ađ ţađ hafi síđar međ einum eđa öđrum hćtti orsakađ hruniđ 2008. Vissulega varđ misheppnuđ einkavćđing bankanna til ţess ađ samţjöppun í viđskiptalífinu varđ eyđileggjandi. Blokkir mynduđust sem sköpuđu sér forskot í viđskiptalífinu vegna óhefts ađgangs ađ fjármagni. Bankarnir urđu einkabankar í orđsins fyllstu merkingu. Og ţegar ţessar viđskiptablokkir áttu banka, fyrirtćki, fjölmiđla, jafnvel stjórnmálamenn og forseta Íslands ţá var fjandinn laus. Alla vega áttu útrásarvíkingarnir greiđan ađgang ađ ţeim síđastnefndu, sem nýttu sér ţađ til ađ komast inn á nýja markađi í hömlulausri útrás til helvítis. Forseti Íslands kom í veg fyrir ađ vilji löggjafans náđi fram ađ ganga viđ ađ koma böndum á samţjöppun í viđskiptalífinu. Ákvörđun hans var eins og ađ kasta olíu á eldinn sem einkavćđing bankanna kveikti.  

Og ţađ er réttmćtt ađ spyrja hvort höfundar stjórnarskrá Íslands hafi séđ ţađ fyrir ađ forseti Íslands gćti haft ţau dramtísku áhrif á stjórnmál á Íslandi, eins og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hefur óumdeilanlega haft. Hann hefur fćrt til völdin og kallađ fram atburđarrás í stjórnmála- og viđskiptalífi Íslendinga sem á sér ekki hliđstćđu.   


mbl.is Meirihlutinn vill Ólaf Ragnar áfram
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband