Óvitinn í efnahagsmálum hefur talađ

 

Össur sagđi í yfirheyrslu hjá rannsóknarnefnd Alţingis vegna rannsóknar á hruninu 2008 ađ hann hefđi ekki hundsvit á efnahagsmálum. Ţannig afsakađi hann sig frá hruninu. Ađ vísu hafđi Össur vit á ţví ađ selja stofnfé í sparisjóđi á réttum tíma fyrir hruniđ og grćđa 30.000.000 íslenskra króna (skrifa 30 milljónir) á einu augabragđi. 

En Össur var ekki lengi ađ kjafta sig aftur í ríkisstjórn eftir hruniđ hvítţveginn sem engill. Enda međ vottorđ upp á fákunnáttu í efnahagsstjórn. Og nú talar hann tungum ţegar kemur ađ efnahagsmálum. Hann hefur reiknađ ţađ upp á sitt einsdćmi ađ Ísland grćđi fúlgur á ađ taka upp Evruna. Miklu meira en hann grćddi á sparisjóđnum um áriđ. Svo ţegar hann er spurđur um árgjald Íslands til Evrópusambandsins eftir ađild ţá er ,,hann ekki alveg viss um ţađ". Líklegt ţó ađ Íslendingar verđi ,,nettógreiđendur". Og ţar sem hann veit ekkert ţegar kemur ađ krónum og aurum ţá ,,hefur hann trú á" ađ ţađ verđi á bilinu 1.000.000.000 til 3.000.000.000 íslenskra króna - nettó.

Nú er ţađ vitađ ađ Ísland skal greiđa 15.000.000.000 íslenskra króna á hverju ári til Evrópusambandsins í skattfé. Miđađ viđ fjárţörf Evrópusambandsins um ţessar mundir ţá getur ţessi ,,tíund til konungs" ađeins hćkkađ. Íslendingar fá síđan eitthvađ til baka samkvćmt flóknum styrkjareglum ađallega í landbúnađi, en ekki króna er föst í hendi. Og ţetta skattfé skal greiđa ađ sjálfsögđu í Evrum, strax frá fyrsta ári sem Ísland gerist ađili, en eins og viđ vitum ţá geta liđiđ 5-10 ár ţangađ til Íslendingar fá ađ taka upp Evruna. Allt eftir ţví hve vel stjórnvöldum gengur ađ uppfylla hin ströngu Maastricht skilyrđi í efnahagsmálum. Og viđ vitum ađ ţar verđur skipstjórinn á ţjóđarskútunni mađurinn sem er óviti ađ eigin sögn á ţví sviđi - sjálfur Össur Skarphéđinsson. Og flokksţrćlarnir bugta sig og beygja fyrir kafteininum. 


mbl.is Ísland verđi nettógreiđandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ég verđ ađ segja ţađ ţó ţađ sé ef til vill ljótt.  En ég hef ekkert álit á ţessum manni lengur.  Og ţađ sem ég sé til hans minnir mig mest á trúđ.  Og ađ ţetta skuli vera utanríkisráđherra íslendinga er bara ţannig ... međ ólíkindum, og ég virkilega skammast mín fyrir ađ hafa hann ţarna í frontinum.  Hvađ hugsa erlendir ađilar um okkur sem ţjóđ ađ viđ skulum hafa svona trúđ á oddinum í samskiptum okkar viđ umheimin, reyndar ekki umheiminn, ţví hann hugsar ekkert um annađ en ESB og jú svolítiđ um Palestínu

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 24.11.2011 kl. 00:38

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Ég er sammála Ásthildi :)

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 24.11.2011 kl. 02:18

3 identicon

Össur greyiđ sagđi nokkru fyrir hrun ađ efnahagsmálin vćru "tifandi tímasprengja" en ţá var hann í stjórnarandstöđu, allt virtist ţađ gleymt ţegar hann komst í hrunríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks- Ţađ eru jú fleiri en Steingr. J. sem umpólast á einu augabragđi. 

             En af hverju gerist ţetta? Af hverju glamra pólitíkusarnir á sannleikann ţegar ţeir eru ekki viđ völd en spila svo falskt ţegar ţeir komast ađ kötlunum?  Er ţetta valdasjúk úlfsgrćđgi í sauđagćru sakleysisins, eđa er ţetta og ţá í tilfelli Össurar, bara trúđslćti og heimska?

Bjarni Gunnlaugur 24.11.2011 kl. 08:08

4 identicon

Ég velti fyrir mér hvernig alţingismađur getur eignast 30 milljónir til ađ fjárfesta í sparisjóđi, en í fréttinni sem ţú vísar í kemur fram ađ Össur hafi fengiđ alls 60 milljónir fyrir stofnfjárbréfin í sparisjóđnum. Hverjir höfđu ađgang ađ ţví ađ kaupa ţessi bréf upphaflega? Voru ţađ ekki bara ţćgir stjórnmálamenn og fengu ţarna ađ njóta 100% ávöxtunar? Varla stóđ almenningi ţetta til bođa. Og af öllum mönnum ţá kallar ţessi mađur sig alţýđuleiđtoga!

Óli 24.11.2011 kl. 08:19

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"uppfylla hin ströngu Maastricht skilyrđi í efnahagsmálum"

Er svona hrćđilegt ađ halda verđbólgu í skefnum og hafa skuldastöđu ţjóđarbúsins bćrilega??

Ţó ađ viđ fáum ekki evru fyrr en eftir 5-10ár ţá er betra ađ sleppa ţví ađ fá stöđugan gjaldmiđil?? Er ekki kominn tími til ađ Íslendingar hugsi til langstíma. Er hugsunin ennţá "gróđi núna eđa bara sleppa ţessu" a la 2007

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2011 kl. 10:05

6 identicon

Össur getur barar breytt um kennitölu og ţá er nafn hans hvítţvegiđ. Sting upp á millinafninu Quisling. Mannanafnanefnd myndi ađ minnsta kosti samţykkja ţađ ef ţađ vćri skrifađ Kvisling. Beygist eins og Erling.

Almenningur 24.11.2011 kl. 15:15

7 identicon

Ţetta er afburđa fćrsla.   

Ég hef ekki hundsvit á einu eđa neinu, hvađ ţá heldur  efnahagsmálum ,frekar en Utanríkisráđherra okkar, en mig er fariđ ađ gruna eftirfarandi:

Valdafýklar eru varnarlausir gegn ađhlátri. Ţeir tútna upp viđ lófaklapp og stjörnuhlutverk í áramótaskaupi en lyppast saman ef ţeir halda ađ hlegiđ sé AĐ sér.

Mér finnst fćrslan í rauninni gera góđlátlegt grín ađ  Utanríkisráđherra okkar og mér finnst ţađ af ţví góđa.

Agla 24.11.2011 kl. 22:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband