Fjármagnseigendur spila á stjórnvöld eins og fínstillta fiđlu

 

Vinstri stjórnin er frćg af endemum fyrir íburđarmikla blađamannafundi um umbúđir en rýrt innihald. Í dag bćttist í safniđ enn einn tilgangslausi blađamannafundurinn. Ţarna röđuđu ţeir sér upp stjórnmálamennirnir öđru megin en fjármagnseigendir hinum megin. Ţeim megin sat einmitt Árni Páll Árnason, efnahags- og viđskiptaráđherra. Ţađ var mjög svo viđeigandi. Hann er ţá alla vega hćttur ađ villa á sér heimildir. Blađamannafundurinn var um sömu 50 tillögurnar sem kynntar voru í mars á blađamannafundi ţar sem ráđamennirnir sátu viđ hringborđ. Síđan ţá hafa ţeir einmitt fariđ í eintóma hringi og aumingja fólkiđ í landinu hefur neyđst til elta vitleysuna og er orđiđ örmagna. Fólk hefur leitađ lausna í heystakki ráđaleysis vinstri stjórnarinnar. Ţar hafa engar lausnir fundist ennţá. Blađamannafundurinn í Ţjóđmenningarhúsinu leysti hvorki ţann vanda né annan. Ţannig komu ekki fram neinar tillögur um almennar leiđréttingar á skuldavanda heimila og fyrirtćkja vegna forsendubrests. Ţeir ćtla ađ halda áfram ađ berja höfđinu í steininn ţar til ţađ brotnar. Vinstri stjórnin hefur hér međ skrifađ upp á eignaupptöku á ćvisparnađi millistéttarinnar, sem lagđi aleiguna í fjárfestingu til ađ eignast ţak yfir höfđiđ, en hefur nú tapađ öllu í einu vetfangi. Lánveitendur hafa fengiđ veiđileyfi frá ríkisstjórninni til ađ blóđmjólka heimilin út fyrir gröf og dauđa. Fólk mun nú kjósa međ fótunum. Landflótti heldur áfram.

Tillögurnar sem voru kynntar voru tillögur fjármagnseigenda um hvernig eigi ađ hjálpa heimilunum međ fjármunum sem heimilin eigi sjálf ađ borga. Sjónhverfingar og hringrásir. Ţetta kunna ţeir stjórnendur banka og lífeyrissjóđa sem eru flestir ţeir sömu og fyrir hrun. Já, fjármagnseigendur spila á stjórnvöld eins og fínstillta fiđlu međan Róm brennur. Á ţví hefur ekki orđiđ nein breyting. Ormarnir á gullinu munu ekki hreyfa sig fet. 


mbl.is 60 ţúsund heimili njóta góđs af
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Austurvöllur bíđur enn á ný. Hvađ skyldum viđ ţurfa ađ mótmćla oft og mikiđ til ađ hyskiđ láti sér segjast. Efst á jólagjafaóskalistanum mínum verđur ţjóđstjórn. Í öđru sćti engin stjórn og í ţriđja sćti óstjórn. Allt ţetta er betra en núverandi stjórn.

assa 3.12.2010 kl. 22:09

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Bjarni Ben var alveg sáttur viđ ţessa leiđ stjórnarinnar, enda er hann einn af fjárgmagnseigendunum sem vill verja bankana og fjármálakerfiđ út í eitt. 

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 4.12.2010 kl. 01:06

3 identicon

Jóna Kolbrún ekki láta ţađ koma ţér á óvart ađ Sjálfstćđisflokkurinn vilji verja fjármagnseigendur heldur vertu hissa ađ vinstristjórn geri slíkt hiđ sama. Kannski viltu ađ enginn hafi til hnífs og skeiđar sem er draumaland vinstrimanna. Ef enginn hefur efni á ađ borga skatt eđa kvata til ţess hvernig er ţá hćgt ađ halda úti velferđarţjóđfélagi? Samkvćmt skýslum eru fjármagnseigendur ţeir sem eiga pening á banka svo óráđssíufólkiđ geti tekiđ lán til ađ skamma fjármagnseigendur fyrir ađ ţađ standa ekki í skilum. Ađ lokum ef ég tek 100% lán til ađ kaupa íbúđ eđa bíl hvernig get ég misst "mína"eign ef ég stend ekki í skilum.

Guđmundur Ingi Kristinsson 4.12.2010 kl. 02:03

4 identicon

Talandi um tengsl vefsíđu ţessarar viđ Davíđisma. Setning í upphafi pistils sú sama og forsíđa Moggans í morgun.

Noone 4.12.2010 kl. 11:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband