Færsluflokkur: Spaugilegt

Möppudýr reikna vaxtastig og vísitölur

Óteljandi möppudýr starfa fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans, en sú nefnd er sögð skipuð innfæddum óvitum og einum erlendum vitringi, sem á að hafa vit fyrir óvitunum. Sagt er að í peningastefnunefndinni kasti óvitarnir teningum en vitringurinn rýni í...

Forsetinn á sviðið og af hverju Jóhanna gekk út um bakdyrnar

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, á sviðið. Það fer ekki á milli mála. Hver stjórnmálaleiðtoginn á fætur öðrum koma og setjast við fótskör hans á Bessastöðum. Hann kallar þá til sín eins og sá er valdið hefur. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra,...

Skotglaður borgarstjóri skýtur á hálfvita

Jón Gnarr er öðruvísi stjórnmálamaður. Það er það sem gerir hann sérstakan og þannig nær hann að aðgreina sig frá öðrum stjórnmálamönnum, sem njóta ekki mikils trausts eða vinsælda um þessar mundir. Þess vegna má ekki vanmeta Jón Gnarr nú þegar hann...

Verða ESB aðildarsinnar að forðast ferðalög innanlands?

Sagt er að harðir ESB-aðildarsinnar láti sér nægja þetta árið að fara í pílagrímsferð til Brussel - enn eina ferðina. Ástæðan er annars vegar að yfirleitt er um boðsferðir að ræða með veglegum veitingum en hins vegar að þeir óttast að sjá áróður gegn ESB...

Björn Valur enn á ferð?

Ég óttaðist fyrst þegar ég las fyrirsögnina að nú hefði Björn Valur, alþingismaður og skipstjóri, ráðist á einhvern í hita leiksins. En sem betur fer var þetta allt önnur skepna, af öðru þjóðerni og fórnarlambið næstum allsnakinn Svíi en ekki alsgáður...

Sá sem alsgáður er kasti fyrsta steininum

Þó að sá er þetta ritar verði seint kallaður drykkjumaður þá átta ég mig ekki á þessari viðkvæmni þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna orða Björns Vals Gíslasonar, alþingismanns. Björn Valur hefur margt sagt úr ræðustól alþingis og annars staðar sem...

Landkynningarátakið Landsdómur

Þó undanfari Landsdóms hafi ekki verið neitt skemmtiefni, nema kannski fyrir þann í neðra, þá hafa gárungarnir fundið út að málið sé góð landkynning. Erlendir fjölmiðlar hópast til landsins og keppast við að fjalla um málið, ,,inspired by Iceland". Þetta...

Uppboð á samræðum við Assange

Vonandi mun Víkileki tryggja að sænskur siðgæðisvörður verði einnig boðið í hádegisverðinn með Julian Assange og heimspekingnum Zizek. Julian er mjög upp á kvenhöndina eins og heimsbyggðin hefur verið upplýst um, ekki þó á Víkilekavefnum, og þarf helst...

Þessu trúi ég ekki

Það finnast ekki kjánar við Ísland. Þeir eru á Íslandi.

Össur talaði um herinn og tunglferðir við Hillary

Það er talið gott þegar fundir með stórmennum verða lengri en gert var ráð fyrir. Þannig þótti það heiður fyrir hr. Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, þegar hann sat á spjalli með páfa í Páfagarði. Páfinn kvaddi hann svo með orðunum: ,,Guð blessi...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband