Taparar gćrdagsins verđa sigurvegarar morgundagsins

Hver hefđi trúađ ţví fyrir ađeins fjórum árum ađ ţessi stađa vćri komin upp í stjórnmálum, sem raunin er á í dag? Fáir, ef nokkur.

Ţá höfđu vinstri flokkarnir, Vinstri grćnir og Samfylkingin, nćstum ţví ţurrkast út eftir stjórnartíđ hreinu vinstri stjórnarinnar á kjörtímabilinu 2009 til 2013. Á sama tíma unnu Sjálfstćđis- og Framsóknarflokkur stórsigur í alţingiskosningum, sem mátti ţakka loforđi um skuldaleiđréttingu heimilanna og uppgjöri viđ kröfuhafa bankanna, sem Framsóknarflokkurinn setti á dagskrá. Sár vonbrigđi kjósenda međ vinstri stjórnina fćrđi Framsóknar- og Sjálfstćđisflokki sigurinn á silfurfati. Kjósendur gáfu sigurvegurunum gulliđ tćkifćri ađ nýju eftir ađ hafa veđjađ á vinstri flokkana fjórum árum fyrr. 

Ţó ađeins fjögur almanaksár séu liđin frá ţví ţetta gerđist, frá alţingiskosningunum 2013, ţá eru árin fleiri mćld á stjórnmálafrćđilegum mćlikvarđa. Stjörnur á stjórnmálasviđinu, leiđtogar, stjórnmálamenn og flokkar, hafa risiđ og falliđ hratt af stjörnuhimninum. Bjartar vonir hafa vaknađ, sem hafa svo vikiđ jafnharđan fyrir ísköldum veruleika málamiđlanna, ţar sem hugsjónir og siđferđi eru skiptimynt á markađstorgi stjórnmálanna. Tćkifćri hafa skapast til ađ bćta samfélagiđ - og tćkifćri hafa glatast vegna úrrćđa- og samstöđuleysis.

Og pólitíska hringekjan snýst aldrei sem fyrr. Taparar gćrdagsins verđa sigurvegarar morgundagsins. Og viđ kjósendur, virđumst alltaf tapa ţegar ţokunni léttir - og undirstöđur lýđrćđisins halda áfram ađ veikjast og veikjast. 

 

 


Fennir fljótt yfir sporin

rikisstjorn_8mai09Ţađ fennir fljótt yfir sporin í stjórnmálum - í huga okkar kjósenda. 

Eru ekki allir búnir ađ gleyma allsherjarráđherranum Steingrími J. Sigfússyni og umhverfisráđherranum Svandísi Svavarsdóttur í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur 2009-2013. Eđa Árna Páli Árnasyni, sem er helst ţekktur fyrir setningu Árna Páls ólaganna sem gáfu veiđileyfi á hundruđ fjölskyldna í landinu, sem börđust í bökkum eftir fjármálahruniđ?

Og hvađ er langt síđan Vinstri grćnir sögđu aldrei ESB fyrir alţingiskosningar, en voru svo búnir ađ skrifa upp á ađildarumsókn ađ Evrópusambandinu korteri eftir kosningarnar? Eru bara 8 ára síđan? Getur ţađ veriđ?

Nú, eđa heilögu Jóhönnu sem ćtlađi ađ segja verđtryggingunni og skattsvikurum stríđ á hendur, eđa gerđi svo ekkert í ţeim málum ţegar hún var komin í forsćtisráđuneytiđ? 

Og voru ţađ ekki vinstri flokkarnir í hreinu vinstri stjórninni 2009-2013 sem ćtluđu ađ tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiđiauđlindinni, ţannig ađ fleiri fengju notiđ hennar en fáir útvaldir? Í fjögur ár gerđist heldur ekkert í ţeim málum. En auđvitađ var ţetta allt vondum sjálfstćđismönnum ađ kenna. Líka framsaliđ og lögin um veđsetningu aflaheimilda á sínum tíma.

Og ekki skulum viđ gleyma skjaldborginni um heimili landsmanna sem vinstri flokkarnir lofuđu ađ reisa fyrir alţingiskosningarnar 2009, en reistu í stađinn skjaldborg um hrćgammasjóđi.

Og Icesave samningarnir börnin góđ. Ţađ er ekki laust viđ ađ ţađ fari ískaldur hrokkur um mann viđ tilhugsunina, ef Steingrímur og Svavar hefđu boriđ sigur úr býtum. Ţá vćri hér grískur veruleiki. 

Og svo voru ţađ skattahćkkanirnar sem komu eins og á fćribandi út úr stjórnarráđinu. Gleymum ţeim ekki. 

Lćt ţetta nćgja ađ sinni af upprifjun og hef örugglega gleymt fjölmörgu í ţessari upptalningu.

Hollt ađ hafa ţetta í huga í kjörklefanum.


mbl.is Stóra verkefniđ alvöru stöđugleiki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Grínistinn Jón Gnarr fremur gjörning

Ég spáđi ţví ađ ef Sjálfstćđisflokkurinn tćki höndum saman međ Viđreisn í ríkisstjórn myndi ţađ bjarga Samfylkingunni. Ţađ hefur gengiđ eftir.

Jón Gnarr er ólíkindatól. Hann skemmti ţjóđinni međ uppátćkjum sínum sem skemmtikraftur, gerđist svo kaţólikki til ađ ögra almćttinu og kórónađi ţetta međ ţví ađ gerast stjórnmálamađur og síđar borgarstjóri. Og hann er greinilega ekki hćttur. Nýjasta uppátćkiđ er ađ ganga í rađir Samfylkingarinnar sem sósíaldemókrati. 

Jón Gnarr er grínisti af Guđs náđ. Honum fannst örugglega fyndiđ ađ ganga í kaţólska söfnuđinn, lesa ritningalestur úr Guđspjöllunum í Landakotskirkju og gerast bókavörđur kaţólska safnađarins. Á sama hátt finnst honum örugglega jafnfyndiđ ađ ganga í sósíldemókratíska söfnuđinn, flytja ţrumandi rćđur um frelsi, jafnrétti og brćđralag, og vinna ađ framgangi Samfylkingarinnar í ţjóđfélaginu.   


mbl.is Jón Gnarr genginn í Samfylkinguna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gífurlegt áfall

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ţessar upplýsingar séu gífurlegt áfall og vonbrigđi fyrir sjálfstćđismenn um allt land. Trúnađarbrestur hefur orđiđ milli forystu Sjálfstćđisflokksins og flokksmanna. Trúverđugleiki Sjálfstćđisflokksins gagnvart ţjóđinni hefur beđiđ hnekki, og ţađ rétt fyrir alţingiskosningar, enda ber flokkurinn ábyrgđ á forystu flokksins.

Svona ósvífin framkoma forystumanns Sjálfstćđisflokksins í öll ţessi ár og trúnađarmanna formannsins innan flokksins er sannanlega ótrúleg og setur hinn almenna sjálfstćđismann í óţolandi stöđu.


mbl.is Seldi í Sjóđi 9 dagana fyrir hrun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Spörum stóru orđin

Pírataherinn međ Birgittu í broddi fylkingar er kominn fram á vígvöllinn í öllu sínu veldi enda stutt í alţingiskosningar. Í orđi tala Píratar um virđingu og traust Alţingis, en á borđi vanvirđa ţau Alţingi međ lágkúralegu skítkasti til ađ slá pólitískar keilur. Skothríđin er látin dynja á Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstćđisflokksins og forsćtisráđherra, enda liggur hann vel viđ höggi. Og auđvitađ eru ţađ ekki ađeins Píratar sem hafa fariđ í ţennan skotgrafahernađ, ţví ţar yfirbjóđa ţau hvert annađ, Píratar og Samfylking. 

En viđ skulum segja hlutina eins og ţeir eru. Ţví miđur er sú stađa komin upp ađ nýju ađ Sjálfstćđisflokkurinn mun eiga í erfiđleikum međ ađ koma á framfćri stefnumálum sínum vegna mála sem tengjast formanni flokksins. Ţađ er miđur fyrir Sjálfstćđisflokkinn og sjálfstćđisstefnuna, sem á fullt erindi til landsmanna. Bjarna Benediktssyni kann ađ ţykja ţađ ósanngjarnt ađ ţurfa ađ svara fyrir málefni sem tengjast honum ekki sjálfum, heldur fjölskyldu hans, en svona gerast kaupin á eyrinni í stjórnmálum. 

Ţar međ er ekki sagt ađ sú pólitík sem pólitískir andstćđingar Sjálfstćđisflokksins bera á borđ kjósenda sé ásćttanlega né réttlćtanleg. Á síđustu dögum og vikum höfum viđ orđiđ vitni af meiđandi stóryrđum hatursmanna Sjálfstćđisflokksins sem beinast ađ persónum. Ţessi gífuryrđi eru međ öllu ósćmandi í siđmenntuđu ţjóđfélagi og fćra stjórnmálin á enn lćgra plan, og máttu ţau varla viđ ţví. Ummćlin dćma sig sjálf og ţeir dćma sig sjálfir sem reiđa svo hátt til höggs í hita leiksins.

Ţađ verđur ađ gera ţá sjálfsögđu kröfu til háttvirtra alţingismanna, sem vilja taka sig alvarlega, ađ gćta hófs í yfirlýsingum um menn og málefni. Stjórnmálamenn verđa ađ sýna gott fordćmi og gćta ađ mannhelgi.

Ađ ţessu sögđu er ekki veriđ ađ gera lítiđ úr ţví grafalvarlega máli sem olli stjórnarslitum, eđa ţeim fórnarlömbum, sem ţví máli tengjast. Fyrir alla ađila á hinu pólitíska sviđi hefđi ţó veriđ farsćlla ađ taka betur utan um ţađ mál en raun varđ á. Og er ţar bćđi átt viđ ráđherra Sjálfstćđisflokksins og stjórn Bjartrar framtíđar. 

Vonandi eiga ţessar alţingiskosningar eftir ađ snúast um stefnumál og framtíđarsýn stjórnmálaflokka og trúđverđugleika, ţar sem stjórnmálamenn eru dćmdir af verđleikum og verkum sínum. Ţjóđin á ţađ skiliđ.


mbl.is „Hótađi ađ taka ţingiđ í gíslingu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Međan ţeir sofa sem eiga ađ verja hagsmuni ţjóđarinnar, ţá er fjandinn laus

les-miserables_1Stofnun Sjálfstćđisflokksins var svar Íslendinga viđ alls konar isma; sósíalisma, kommúnisma, fasisma og sósíal-demókratisma. Sjálfstćđismenn höfnuđu hatrammri stéttabaráttu og sameinuđust undir einkunnarorđunum; stétt međ stétt.

Nú nćstum 90 árum frá stofnun Sjálfstćđisflokksins stöndum viđ í svipuđum sporum og forfeđur og formćđur okkar ţar sem stéttarígur fer vaxandi og misskipting auđs er hrópandi. Ástćđan er ađ um allan heim hefur veriđ sótt ađ millistéttinni og eftir stendur ofurrík elíta, sem býr viđ allsnćgtir, ofurvöld og ofurgróđa, á sama tíma og hagsmunir almennings eru lítilsvirtir.

Á Íslandi ţurrkađist út stór hluti millistéttarinnar viđ hruniđ en á sama tíma liggur nú fyrir ađ hundruđ fjölskyldna efnađist stórkostlega á hruninu. Ungt fólk í dag lifir viđ ţennan nýja og kalda veruleika ţar sem braskarar halda fasteignamarkađnum í heljargreipum okurleigu og hćkkandi fasteignaverđs. Á sama tíma er ţjóđin ađ fá ţađ stađfest ađ margir ţeirra sem voru ađalleikarar í hruninu, jafnvel orsakavaldir ţess, standa uppi sem sigurvegarar međ herfang sem er milljarđavirđi í peningum, völdum og eignum.

Stjórnmálamenn okkar sváfu á verđinum í ađdraganda hrunsins og ţví miđur er ađ koma á daginn ađ sennilega hafa ţeir aldrei vaknađ af ţeim ţyrnirósarsvefni í raun. Enn er ţjóđin ađ upplifa ađ hún hafi veriđ svikin og ţeir sem áttu ađ vaka yfir velferđ hennar sváfu ţegar mest reiđ á ađ ţeir héldu vöku sinni. 


mbl.is Möguleiki á sósíalistaflokki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leikur kattarins ađ músinni

understanding-opm-as-an-alternate-finance-modeldcube-consultingbizmastermindsjuly012016-24-638Ekki veit ég hvort mađur eigi ađ hlćgja eđa gráta. Um áratug eftir bankahruniđ eru stjórnvöld ennţá međ í undirbúningi frumvarp til ađ koma í veg fyrir ađ almenningur ţurfi ađ súpa seyđiđ af öđru bankahruni, segir forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Og tökum eftir orđalaginu ,,í undirbúningi". Ţađ er sem sagt ekki ennţá fariđ ađ semja frumvarpiđ. Ţađ er á ,,draumstiginu" eins og sagt er. 

Á sama tíma ná kröfuhafar, sem hafa greinilega makađ krókinn á ţessum áratug, ađ komast međ 81 milljarđ úr landi viđ söluna á Arion banka. Einhvern vegin tókst ţeim ađ selja sjálfum sér bankann til ađ losa ţessa fjármuni. Stjórnvöld vissu af ţessum möguleika, en ,,töldu hverfandi líkur á ţví" ađ slíkt myndi takast. En ţađ tókst, og forsćtisráđherra og fjármálaráđherra fögnuđu afrekinu. 

Svo segir forstjóri Fjármálaeftirlitsins ađ almenningur fái ekki ađ vita hverjir eigi stćrsta og mikilvćgasta banka Íslands. Sennilega veit Fjármálaeftirlitiđ ţađ ekki heldur. Ţar nýti ,,nýir" eigendur sér glufu í lögunum. Viđ fáum sem sagt ekki ađ vita hverjir eru nýir eigendur Arion banka, frekar en viđ vissum hverjir voru fyrri eigendur bankans, sem eins og komiđ hefur fram eru sennilega sömu ađilar ţegar upp er stađiđ. Ţađ verđur ekki annađ sagt en ađ ţarna séu miklir snillingar á ferđ sem leiki sér ţannig ađ íslenskum stjórnvöldum, gömlum sem nýjum, trekk í trekk.

 


mbl.is Óvíst hvort upplýst verđi um eigendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband