Ráđherrar Samfylkingarinnar leika ,,góđu og vondu lögguna"

Ţađ verđur aldrei of oft sagt ađ Össur Skarphéđinsson, utanríkisráđherra, er klćkjarefur íslenskra stjórnmála. Hann platađi Ögmund Jónasson á sínum tíma til ađ samţykkja ađ sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu til ađ koma á fyrstu hreinu vinstri stjórninni, sem hefur veriđ draumur allra vinstri manna í langa tíđ. Steingrímur Hermannsson, og fađir hans á undan honum, höfđu ađ lífsmottói slagorđiđ ,,Allt er betra en íhaldiđ". Segja má ađ ţriđji ćttliđurinn, Guđmundur Steingrímsson, fylgi í fótspor ţeirra feđga.

Nú hefur Össur sett upp nýtt leikrit: Góđa og vonda löggan. Hann fćr ađ sjálfsögđu ađ vera góđi og káti ráđherrann, sem leitar eftir friđi og sáttum, en Jóhanna, forsćtisráđherra, fćr ađ vera áfram vondi og fúli ráđherrann sem ,,veldur alltaf ófriđ ef hann er í bođi". Allt er ţetta hönnuđ atburđarrás af áróđursmeisturum Össurar. Ţannig reynir Össur ađ fá framsóknarmenn til ,,ađ kaupa kvótafrumvörpin" á ,,útsölu". Ţeir verđi hins vegar ađ hafa hrađann á svo ađ vondi ráđherrann spilli ekki friđnum og fái allt sitt fram í ,,einu af frćgu frekjuköstunum" hennar. Guđmundur Steingrímsson og Siv Friđleifsdóttir, ţingmenn Framsóknarflokksins, spila mikilvćgt hlutverk í leikritinu. Ef áhorfendur kaupa leikritiđ ţá mun ţađ styrkja stöđu ţeirra í Framsóknarflokknum, sem kemur sér vel ţegar reynir á ţingstyrk vegna ESB ađildarinnar.

Á sama tíma bađar Össur sig í sviđsljósinu og treystir stöđu sína sem nćsti formađur Samfylkingarinnar. Össur ćtlar ađ gera ţađ sem Guđbjarti Hannessyni, sem er sterklega orđađur viđ formannssćtiđ, tókst ekki í svokallađri sáttanefnd, sem ríkisstjórn virđist hafa stungiđ ofan í skúffu. Ţađ sem er slćmt fyrir Guđbjart er gott fyrir Össur. 

Nei, Össur er ekki allur ţar sem hann er séđur. Svo mikiđ er víst.


mbl.is Ófriđurinn alltaf fyrir valinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband