Sjálfstćđir Evrópumenn hóta forystu Sjálfstćđisflokksins

 

Satt ađ segja veit ég ekki hvađ á ađ taka ţađ alvarlega ađ Sjálfstćđir Evrópumenn ćtli ađ stofna flokk um sitt helsta baráttumál; inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ. Ţessi ,,hótun" ţeirra hefur legiđ í loftinu frá árinu 2009 ţegar ákveđnir einstaklingar tóku höndum saman međ forystu Samfylkingarinnar ađ kúga Sjálfstćđisflokkinn til ađ breyta um stefnu í Evrópumálum. Ţađ tókst ekki. 

Síđan ţá hafa Benedikt og félagar ţrýst á forystu Sjálfstćđisflokksins ađ taka upp ađra stefnu en Landsfundur flokksins hefur samţykkt ár eftir ár. Ţađ tókst ađ hluta til međ yfirlýsingu forystumanna flokksins fyrir síđustu kosningar sem eru í engu samhengi viđ ţá stefnu sem landsfundarfulltrúar höfđu samţykkt međ ţorra atkvćđa. Sú stefna sem var samţykkt í ćđstu valdastofnun Sjálfstćđisflokksins var ásćttanleg málamiđlun andstćđra fylkinga, sem meirihluti fulltrúa samţykkti til ađ halda Benedikt og félögum innan flokksins. Samt náđi einhver ónefndur ESB-ađildarsinninn ađ skrifa allt ađra stefnu á heimasíđu Sjálfstćđisflokksins fyrir kosningarnar og já, samt töluđu ýmsir fulltrúar flokksins tungum tveim fyrir alţingiskosningarnar til ađ friđa ákafa ađildarsinna. Ţađ hefur reynst Sjálfstćđisflokknum dýrkeypt lexía sem vonandi fulltrúar flokksins á ţingi taka til sín.

Benedikt Jóhannesson, formađur Sjálfstćđra Evrópumanna, er öflugur liđsmađur og góđur og gildur sjálfstćđismađur. Ţađ er styrkur ađ hafa slíka einstaklinga innan Sjálfstćđisflokksins, ţví í flestum málum sem varđa hina klassísku sjálfstćđisstefnu eru menn sammála. Evrópumálin eru hins vegar ţannig grundvallarmál ađ ţau kljúfa flokka, samtök og ţjóđir. Ţađ verđur ekki bćđi sleppt og haldiđ. Ţar liggur hundurinn grafinn.

Benedikt og félagar hóta enn og aftur ađ stofna nýjan stjórnmálaflokk um baráttumál sitt ef forysta Sjálfstćđisflokksins lćtur ekki ađ vilja ţeirra hér og nú. Vinnubrögđ ţar sem minnihluti krefst ţess ađ kúga meirihlutann eru ólýđrćđisleg og međ öllu óásćttanleg í lýđrćđislegri fjöldahreyfingu eins og Sjálfstćđisflokkurinn sannanlega er og verđur vonandi áfram. 

 


mbl.is Nýr flokkur nyti 20% stuđnings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rússar komnir inn í Úkraínu

 

Nei, Rússar hafa engin áform um ađ senda hersveitir sínar yfir landamćrin ađ Úkraínu. Ástćđan er auđvitađ sú ađ ţeir eru ţegar búnir ađ ţví! Ţeir hafa sent hersveitir sínar inn í Úkraínu og innlimađ hluta af Úkraínu, Krímskaga. Ţađ er sama hvađ Pútín og undirsátar hans segja, eđa frćđimenn íslenskir sem útlenskir, ţá er Krímskagi hluti af hinu sjálfstćđa og fullvalda Úkraínu. Rússar hafa hertekiđ Krímskaga og gerđu ţađ međ mjög lymskulegum hćtti fyrir framan heimsbyggđina. Ţađ gerđu ţeir međ hermönnum sem voru ómerktir, hertóku ţingiđ á Krímskaga og neyddu ţingmenn til ađ greiđa atkvćđi ađ skipan Pútíns. Fordćmiđ sem Rússar hafa sett varđandi innlimun landsvćđis eins ríkis inn í annađ hefur veriđ gefiđ. Ţađ fordćmi mun draga dilk á eftir sér í baráttu ţjóđarbrota fyrir sjálfstćđi.

Ég verđ ađ segja ađ ég átta mig ekki alveg á međvirkni fjölmiđla á Vesturlöndum og sumra stjórnmálamanna međ ofbeldisađilanum međ ţví ađ taka undir međ rússneskum yfirvöldum ađ Krímskagi hafi ekki veriđ hluti af sjálfstćđu og fullvalda Úkraínu. 


mbl.is Ekki á leiđ inn í Úkraínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţau lofuđu ađ gera ekki neitt frekar fyrir skuldug heimili

Auđvitađ á ríkisstjórnin hrós skiliđ fyrir ađ ráđast í löngu tímabćrar ađgerđir til ađ lćkka skuldir heimilanna í landinu. Vonandi verđur útfćrslan stjórnarflokkunum til sóma.
 
En viđ skulum hafa í huga í ţessu sambandi ađ fyrrverandi stjórnarflokkar, Samfylkingin og VG, sem ćpa nú og skrćkja í öllum húsasundum yfir ţví ađ ţessar ađgerđir skili ekki ţessum og hinum skuldalćkkun, ţeir lofađu ađ gera ekki neitt frekar fyrir skuldug heimili í landinu! Frćgi blađamannafundurinn í Ţjóđmenningarhúsinu ţar sem Árni Páll Árnason, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurđardóttir sátu öll viđ borđiđ og sögđu ţetta: Ţađ verđur ekkert gert frekar fyrir skuldug heimili í landinu. Ţađ var ţá sem ţúsundir manna fóru á Austurvöll til ađ mótmćla og létu óánćgju sína bitna á veggjum Alţingishússins og ţingmönnum.
 
Ţannig ađ ţegar ţetta fólk ćpir og skrćkir í rćđustól Alţingis og heimta ađ meira hefđi átt ađ gera fyrir heimilin í landinu ţá er ekki annađ hćgt en ađ brosa út í annađ. Fjölmiđlar stjórnarandstöđunnar sem hafa veriđ duglegir viđ ađ ţefa uppi öll orđ forystufólks núverandi ríkisstjórnar fyrir alţingiskosningarnar mćttu vera jafnduglegir viđ ađ rifja upp orđ og efndir fyrrverandi stjórnarflokka.  

mbl.is Dćmigert lán lćkkar um 20%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Líkiđ í lestinni

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráđherra og ritstjóri Evrópuvaktarinnar, hefur svipt hulunni af óvönduđum vinnubrögđum Össurar Skarphéđinssonar, fyrrverandi utanríkisráđherra, í nýlegri grein í Morgunblađinu. Ţar vitnar Björn í Össur sjálfan um ađ ađildarviđrćđunum viđ Evrópusambandiđ hafi viđ sjálfhćtt. Ţađ rennir sterkari stođum undir skýrslu Hagfrćđistofnunar Háskóla Íslands. Já, ESB ađildarviđrćđurnar voru steindauđar.  Jarđaförin átti bara eftir ađ fara fram. Raunverulega var aldrei neitt líf í ESB umsókninni. Hún var andvana fćdd.

Ég man vel eftir fundi sem var haldinn í Ţjóđmenningarhúsinu međ fulltrúum ESB í upphafi ferlisins. Ţar spurđi ég einn af ágćtum embćttismönnum ESB ţar sem viđ sátum ađ snćđingi hvort ESB gerđi sér grein fyrir ađ Ísland fćri fram á ađ fá varanlegar undanţágur frá sameiginlegu sjávarútvegs- og landbúnađarstefnu ESB, sem og ađ fjórfrelsi ESB ađ hluta til. Ţví samtali var sjálfhćtt. 

Auđvitađ veit Össur og félagar allt ţetta og miklu meira. Samt er fólkiđ í landinu ćst upp til ađ berjast fyrir vonlausum málstađ. ESB sinnar heimta ađ ţjóđarskútunni sé siglt áfram í skerjagarđinum í ólgusjó međ líkiđ í lestinni. Össur af öllum mönnum, og allir ţeir sem komu ađ ađildarviđrćđunum viđ Evrópusambandiđ vita manna best hvar ESB umsókninni ber ađ hvíla í friđi.


mbl.is Ţvert á sjávarútvegsstefnu ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tryggvi Ţór hunsar vilja stjórnarflokkanna

Ţađ fór eins og ég óttađist. Tryggva Ţór Herbertssyni, verkefnisstjóra ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna og fyrrverandi efnahagsráđgafa hrunríkisstjórnarinnar eins og Pressan fjallađi um, tókst ađ krukka í útfćrslu skuldaleiđréttingarinnar og eyđileggja hana ţar međ. 

Fyrir síđasta landsfund Sjálfstćđisflokksins var lögđ fram tillaga í skuldamálum, sem sagt er ađ Tryggvi Ţór hafi samiđ, um ađ ađeins yrđi horft til tveggja ára í almennum skuldaleiđréttingum, ţ.e. 2008 og 2009. Sú tillaga var felld á landsfundinum. Ţađ átti ađ horfa til fleiri ára og ráđast í almenna skuldaleiđréttingu. Nú hefur Tryggva Ţór tekist ađ hunsa ţessa samţykkt landsfundar, Framsóknarflokksins og reyndar ríkisstjórnarinnar. Hann gróf bara upp sínu gömlu tillögu sem félagar hans felldu í ćđstu stofnun flokksins og hann ćtlar bara ađ horfa til áranna 2008 og 2009. Landsfundur hefur ekki ćđsta valdiđ í Sjálfstćđisflokknum ađ áliti sumra. 

Ég geri hins vegar sterklega ráđ fyrir ţví ađ ríkisstjórnin láti ekki verkefnisstjóra í fjármálaráđuneytinu ráđa útfćrslunni á ţessu stćrsta stefnumáli ríkisstjórnarinnar, sem hún mun standa og falla međ. Ef ađeins verđur horft til tveggja ára í stađ fjögurra (2007-2010) eins og lofađ var, ţá er ríkisstjórnin ađ svíkja sjálfa sig.


mbl.is Miđast viđ árin 2008 og 2009
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband